Fréttir

Viðmiðunarfjárhæðir vegna aðstoðar við sameiningar sveitarfélaga hækkaðar - 17.8.2016

Breytt hefur verið vinnureglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna úthlutunar fjárhagslegrar aðstoðar Jöfnunarsjóðs til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga. Hafa  viðmiðunarfjárhæðir verið hækkaðar en þeim var síðast breytt árið 2008.

Lesa meira

Ársfundur Jöfnunarsjóðs verður haldinn 21. september - 12.8.2016

Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verður haldinn miðvikudaginn 21. september næstkomandi á Hilton Reykjavík Nordica. Fundurinn hefst klukkan 16 og verður með svipuðu sniði og áður.

Lesa meira

Eldri fréttir...


Starfsemi

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga starfar á grundvelli laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum.

Innanríkisráðherra hefur á hendi yfirstjórn Jöfnunarsjóðs, en honum til ráðuneytis er sjö manna ráðgjafarnefnd sem skipuð er til fjögurra ára að afloknum sveitarstjórnarkosningum.

Sex nefndarmenn eru skipaðir samkvæmt tilnefningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, en einn er skipaður af ráðherra án tilnefningar og er hann jafnframt formaður nefndarinnar.

Lesa meira...