Fréttir

Halldór Halldórsson og Karl Björnsson afhentu Elínu Pálsdóttur heiðursmerki sambandsins og blómvönd.

Elín Pálsdóttir sæmd heiðursmerki Sambands íslenskra sveitarfélaga - 23.9.2016

Samband íslenskra sveitarfélaga heiðraði í gær Elínu Pálsdóttur, fráfarandi forstöðumann Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, fyrir langt og farsælt starf hennar að sveitarstjórnarmálum. Var henni veitt heiðursmerki sambandsins og afhenti Halldór Halldórsson formaður Elínu merkið á fjármálaráðstefnu sambandsins sem lauk í Reykjavík í dag.

Lesa meira
Frá ársfundi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Framlög og gjöld Jöfnunarsjóðs rúmur 41 milljarður króna árið 2015 - 21.9.2016

Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fór fram í dag í Reykjavík og hófst með ávarpi Ólafar Nordal innanríkisráðherra. Þá var flutt skýrsla um starfsemi sjóðsins á síðasta ári og reikningar kynntir. Þá kynnti Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, formaður verkefnisstjórnar um styrkingu sveitarstjórnarstigsins, verkefnið staða og framtíð íslenskra sveitarfélaga og Þórunn M. Óðinsdóttir stjórnunarráðgjafi fjallaði um straumlínustjórnun.

Lesa meira

Eldri fréttir...


Starfsemi

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga starfar á grundvelli laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum.

Innanríkisráðherra hefur á hendi yfirstjórn Jöfnunarsjóðs, en honum til ráðuneytis er sjö manna ráðgjafarnefnd sem skipuð er til fjögurra ára að afloknum sveitarstjórnarkosningum.

Sex nefndarmenn eru skipaðir samkvæmt tilnefningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, en einn er skipaður af ráðherra án tilnefningar og er hann jafnframt formaður nefndarinnar.

Lesa meira...